Rússneska ríkið, sem lengi hefur verið einn af stærri eigendum bandarískra ríkisskuldabréfa hefur dregið verulega úr eign sinni á síðustu mánuðum samkvæmt frétt CNBC . Í byrjun mars átti rússneska ríkið skuldabréf fyrir um 96 milljarða dollara en í lok maí nam eignin 14,9 milljörðum samkvæmt gögnum frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Lækkaði eign rússa því um 84% á tveimur mánuðum.

Eign Rússa fyrir söluna er þó einungis dropi í hafið þegar hún er borin saman við eign Kína og Japan á bandarískum ríkisskuldabréfum. Eiga bæði ríkin skuldabréf að andvirði yfir þúsund milljaraða dollara.