Rússneska ríkið mun frá og með næstu viku verja 6,7 milljörðum evra til fjárfestinga á hlutabréfum og skuldabréfum.

Prime-Tass fréttastofan hefur þetta eftir Vladimír Pútín, forsætisráðherra landsins.

Gripið er til aðgerðanna til þess að styðja við verðbréfamarkaði en gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Moskvu hefur fallið um 70% frá því í maí.

Það er rússneski þróunarbankinn, Vneshekonombank, sem mun sjá viðskiptin.