Þota á vegum rússneska hersins hrapaði í Svartahaf um klukkan þrjú í nótt. Alls voru 91 manns um borð í flugvélinni. Í flugvélinni sem var á leiðinni til Sýrlands, voru m.a. 64 listamenn út frægum sönghóp rússneska hersins sem ætlaði skemmta hermönnum á nýárshátíð rússneskrar herstöðvar í landinu.

Flugvélin hóf sig til lofts í Sochi í Rússlandi um tuttugu mínútur yfir tvö að íslenskum tíma. Fljólega eftir að flugvélin hvarf af ratsjáum fannst brak í Svartahafi , um einum og hálfum kílómetra undan strönd Sochi. Skömmu síðar fannst lík í sjónum.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir þjóðarsorg í Rússlandi og fyrirskipaði í morgun opinbera rannsókn á slysinu.