*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 25. september 2017 15:10

RÚV greiðir bætur

Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur dregið meiðyrðamál sitt á hendur RÚV til baka.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur dregið til baka meiðyrðamál sitt á hendur Ríkisútvarpinu sem og fyrrverandi og núverandi starfsmönnum þess. Aftur á móti borgar Ríkisútvarpið málskostnað og ótilgreinda upphæð í miskabætur til Guðmundar að því er kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins um málið, þar sem vísað er í tilkynningu frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni Guðmundar. 

Vilhjálmur, lögmaður Guðmundar, segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann geti ekki tjáð sig frekar um málið eða upphæðirnar sem eru undir. „Það alveg er alveg skýrt í samkomulaginu að menn mundu ekki tjá sig neitt meira um þetta,“ er haft eftir lögmanninum í frétt Ríkisútvarpsins. 

Í frétt Vísis um málið kemur fram að stefnt hafi verið fyrir 28 ummæli í sjö fréttum í miðlum Ríkisútvarpsins á vikutímabili í maí í fyrra. Þar segir einnig að Guðmundur hafi krafist í heildina tíu milljóna króna í bætur frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund) að því er kemur fram í frétt Vísis. 

Stikkorð: RÚV meiðyrðamál bætur
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim