Ríkisútvarpið hefur nú undirritað rammasamning við DR Sales sem felur í sér að DR Sales komi til með það að markaðssetja, selja og fjármagna dagskrárefni í eigu og meðframleiðslu Ríkisútvarpsins um allan heim. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ríkisútvarpinu.

Með þessum samstarfssamningi þá opnast möguleikar á því að íslenskt sjónvarpsefni ferðist víðar, skili auknum tekjum og gæti það einnig haft í för með sér að skapist tækifæri fyrir aukningu á framboði á íslensku efni hjá Ríkisútvarpinu.

DR verið í fararbroddi í framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni á undanförnum árum og er efni danska ríkissjónvarpsins sýnt um allan heim.

„RÚV mun bjóða völdum verkefnum frá innlendum sjálfstæðum framleiðendum og öðrum sjónvarpsstöðvum hérlendis aðstoð við sölu, kynningu og fjármögnun efnis  í gegnum samninginn,“ segir að lokum í tilkynningunni.