Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að bæði RÚV og Stöð 2 hafi brotið gegn 4. mgr. 37 gr. laga um fjölmiðla . Hægt er að lesa niðurstöðu Fjölmiðlanefndar um mál RÚV hér og mál Stöðvar 2 hér.

RÚV sýndi kostunarstiklu fyrir Egils Gull, sem var miðlað á RÚV dagana 1., 2., 3., 4., 5., 6., 9., 10., 11., 13. og 19. júní 2016, og hafi því brotið á lögunum. Hefur Ríkisútvarpinu gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 600 þúsund króna. Við ákvörðum sektar var tekið mið af því að um ítrekar brot var að ræða, eðli brots og ávinnings af því.

Einnig sýndi Stöð 2 auglýsing þar sem vísað var til bjórs með vörumerkinu Egils Gull á Stöð 2 þann 23. maí hafi RÚV brotið lög um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Hefur 365 miðlum verið gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 250 þúsund króna vegna brotsins. Við ákvörðun sektar var tekið mið af eðli brots og ávinnings af því.