*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 21. mars 2016 14:55

RÚV sektað fyrir bjórauglýsingu

Fjölmiðlanefnd sektaði Ríkisútvarpið fyrir að brjóta gegn áfengislögum með að sýna auglýsingu Ölgerðarinnar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að sekta RÚV vegna brots gegn áfengislögum vegna auglýsingar Ölgerðarinnar sem RÚV sýndi í október á síðsta ári.

Fjölmiðlanefnd barst kvörtun frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að auglýsingin hafi vísað til vörutegundar Egils Gull sem er með 5% áfengisinnihald, en ekki léttöl með 2,25% innihald. Niðurstaðan var meðal annars byggð á því að í auglýsingunni var sérstaklega talað um verðlaun sem varan með 5% áfengisinnihaldið fékk.

„Í auglýsingunni sé því í raun ekki vísað til vörutegundar sem hafi minna en 2,25% áfengisinnihald, heldur vörutegundar sem hlaut verðlaun World Beer Awards árið 2011 og hafi 5% áfengisinnihald. Vísað sé til verðlaunanna með tvennum hætti; með birtingu mynda af verðlaunapeningum og með skjátextanum „World‘s Best Standard Lager“. Jafnframt sé ljóst að drykkurinn Egils Gull, sem hlaut áðurnefnd verðlaun WBA árið 2011, sé áfengur bjór með 5% áfengisinnihaldi en ekki léttöl með 2,25% áfengisinnihaldi.“

Fjölmiðlanefnd talaði einnig um að ekki væri hægt að fá umræddan bjór undir 2,25% á glerflöskum eins og sýndar voru í auglýsingunni. RÚV hafnaði því og bauðst til að senda fjölmiðlanefnd slíkar flöskur til sönnunar. Í samskiptum fjölmiðlanefndar við Ölgerðina kom hins vegar fram að Ölgerðin hafi „aldrei framleitt og boðið Egils Gull léttöl í glerflöskum til sölu á markaði.“

Fjölmiðlanefnd lagði því stjórnvaldssekt á RÚV sem nemur 250 þúsund krónum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim