Það er óhætt að segja að fjölmiðlar hafi mikið fjallað um nýútkomnna skýrslu um fjármál Ríkisútvarpsins.

Við fyrstu sýn kemur e.t.v. ekki á óvart að stóru miðlarnir segi þær flestar, en ekki er allt sem sýnist.

Súluritið sýnir nefnilega ekki að á venjulegum degi segja blöðin liðlega þrefalt fleiri fréttir en ljósvakamiðlar, en netmiðlar um 4-5 sinnum fleiri, þó auðvitað sé mikið af því endurtekið efni.

Þess utan er svo vantalin umfjöllun á RÚV um þessi mál í pistlum og dægurmálaþáttum, sem þó hefur verið veruleg. Óhætt er því að fullyrða að Ríkisútvarpið hefur ekki legið á liði sínu við að segja frá skýrslunni góðu.