*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Erlent 12. júlí 2015 13:30

Ryanair býður flug innan Grikklands fyrir 5 evrur

Ryanair reyndi að bjóða upp á ókeypis innanlandsflug í Grikklandi.

Ritstjórn

Lággjaldaflugfélagið Ryanair er að reyna að leggja sitt af mörkum fyrir Grikkland með því að draga verulega úr kostnaði á flugi sínu þar. Nú býður Ryanair upp á innanlandsflug þar fyrir 4,99 evrur og hefur lækkað utanlandsflug um 30%. Þetta er hluti af herferð félagsins sem nefnist “Keep Greece Flying”. 

Hægt er að nýta sér ódýru flugin milli Aþenu og Chania, Ródos og Thassaloniki næstu tvær vikurnar. Afslátturinn á utanlandsflugi verður hins vegar í gangi þangað til í lok október.

Ryanair hafði ætlað að bjóða upp á ókeypis innanlandsflug gegn því að borga ekki flugvallargjöld en gríska ríkisstjórnin hafnaði því. Talsmaður Ryanair sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með þá ákvörðun. 

Stikkorð: Grikkland Ryanair