*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 20. mars 2015 08:23

Ryanair ekki til Ameríku

Stjórn Ryanair segist ekki hafa íhugað eða samþykkt áætlun um flug yfir Atlantshafið.

Ritstjórn

Stjórn lággjaldaflugfélagsins Ryanair hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hún hafi hvorki íhugað né samþykkt áætlun um flug yfir Atlantshafið, en fjölmiðlar greindu frá áformunum í byrjun vikunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni sem BBC News greinir frá.

Fram kom í fréttum að stjórn flugfélagsins hefði samþykkt að fyrirtækið skyldi bjóða upp á áætlunarferðir milli Evrópu og Bandaríkjanna innan fimm ára. Áformin væru hluti af metnaðarfullri vaxtaráætlun flugfélagsins, en ódýrustu miðarnir þarna á milli áttu að kosta um 10 pund.

Nú hefur stjórn Ryanair hins vegar slegið algjörlega á slíkar fréttir. Tilkynningin er stutt og skorinorð en hún segir einfaldlega að félagið hafi ekki samþykkt slíka áætlun og hafi ekki í hyggju að gera það í framtíðinni.

Stikkorð: Ryanair
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim