*

föstudagur, 19. apríl 2019
Erlent 10. júlí 2015 13:54

Ryanair gefst upp á Aer Lingus

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair sá ekki fram á að geta tekið yfir Aer Lingus eftir að írsk stjórnvöld seldu sinn hluta til IAG.

Ritstjórn
Michael O'Leary, forstjóri Ryanair.

Stjórn lággjaldaflugfélagsins Ryanair hefur ákveðið að samþykkja tilboð International Airlines Group (IAG) í 29,8% hlut fyrirtækisins í Aer Lingus.

Tilboðið hljóðar upp á 940 milljónir punda og mun salan ganga í gegn ef samkeppnisyfirvöld leyfa. Markmið IAG er að gera Dublin, höfuðborg Írlands, að stórum millilandaflugvelli.

Hlutabréf í öllum þremur flugfélögunum höfðu hækkað um 2 prósent þegar markaður opnaði í dag. Michael O‘Leary, forstjóri Ryanair, sagði að tilboðið væri ásættanlegt og að það væri í hag hluthafa að samþykkja þetta.

„Söluverðið þýðir að Ryanair mun hagnast lítillega á fjárfestingu sinni í Aer Lingus undanfarin níu ár,“ sagði hann jafnframt.

Ryanair hefur þrisvar reynt að eignast allan hlut í Aer Lingus. Fyrsta yfirtökutilraunin var árið 2006, rétt eftir að írsk stjórnvöld settu Aer Lingus á hlutabréfamarkað.

Írsk stjórnvöld seldu 25% hlut sinn í Aer Lingus til IAG í maí og hvöttu Ryanair til að gera slíkt hið sama. Aer Lingus er fjórða umfangsmesta flugfélagið á Heathrow, á eftir British Airways, Lufthansa og Virgin Atlantic.

Stikkorð: Flug Ryanair
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim