*

mánudagur, 18. febrúar 2019
Erlent 28. júlí 2014 10:10

Ryanair hækkar afkomuspá sína

Hagnaður Ryanair tvöfaldaðist milli ára vegna breytingu á ímynd flugfélagsins.

Ritstjórn

Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur hækkað afkomuspá sína fyrir árið eftir að tekjur tvöfölduðust frá mars til júní. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi árið 2014 nam 197 milljónum evra samanborið við 78 milljónir evra á sama tímabili í fyrra.

Talið er að aukninguna í hagnaði megi rekja til betri þjónustu og ímyndarbreytingu hjá fyrirtækinu, en ákveðið var að auka þjónustulund fyrirtækisins.

Flugfélagið hefur nú hækkað afkomuspá sína fyrir árið fram að mars 2015 upp í 620-650 milljónir evra, en spáin nam áður 580-620 milljónum evra.

Talsmenn Ryanair segja fyrirtækið stefna að 8% farþega aukningu í vetur og aukningu í viðskiptatengdum flugleiðum.

Stikkorð: Ryanair