*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 13. febrúar 2017 10:42

Ryanair hættir við Ameríkuflug

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur gefið Ameríkuflug upp á bátinn og vill heldur bæta við þjónustu sína í Evrópu.

Ritstjórn

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair kemur ekki til með að fljúga til Norður-Ameríku á næstunni. Forstjóri fyrirtækisins, Michael O'Leary, hefur löngum dreymt um flug yfir Atlantshafið. Í umfjöllun Bloomberg um málið kemur fram að margt hafi breyst á síðastliðnum misserum.

Þá er vísað til þess að talsvert hafi breyst á markaðnum og að fjölmörg lággjaldaflugfélög séu farin að bjóða upp á ódýr flug yfir Atlantshafið. Þar er vísað til flugfélaga á borð við Wow air, Nowegian Air, WestJet Airlines Ltd. og Air Kanada.

Eins og sakir standa hefur því Ryanair ákveðið að leggja draum sinn um flug yfir hafið á hilluna og hyggst frekar nýta sér tækifæri nær heimahögunum. Flugfélagið flýgur með 116 milljón farþega árlega og stefnir að því að flytja 200 milljónir fyrir árið 2024. Ryanair hefur lagt inn pöntun fyrir 400 nýjum Boeing flugvélum til að uppfylla þau markmið.

Í frétt Bloomberg er haft eftir Robin Kiely, talsmanni Ryanair, að flugfélagið telji að það sé nóg af vaxtartækifærum í Evrópu og að það einblíni á frekari vöxt innan álfunnar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim