*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 20. mars 2018 14:37

Ryanair kaupir Niki

Ryanair mun greiða 6,1 milljarð króna fyrir 75% hlut í Niki, flugfélagi fyrrum formúlukappans Niki Lauda.

Ritstjórn
Michael O'Leary forstjóri Ryanair.

Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur náð samkomulagi um kaup á austurríska flugfélaginu Niki af fyrrum formúlukappanum Niki Lauda að því er Bloomberg greinir frá. Ryanair hefur aðeins einu sinni áður fest kaup á öðru flugfélagi.

Ryanair mun greiða Lauda 50 milljónir evra fyrir flugfélagið eða sem nemur 6,1 milljarði króna á gengi dagsins í dag fyrir 75% hlut í félaginu.

Niki var dótturfélag þýska flugfélagsins Air Berlin sem fór í gjaldþrot síðasta haust. Fyrir um tveimur mánuðum keypti formúlukappinn fyrrverandi aftur allt hlutafé í flugfélaginu sem hann stofnaði fyrir svipaða upphæð og Ryanair er nú að greiða fyrir 75% hlutinn.

Þá mun Ryanair einnig leggja félaginu til 50 milljónir evra og sex flugvélaar til viðbótar til þess að hefja rekstur að nýju. Stefnt er að því að Niki verði arðbært að nýju að þremur árum liðnum og muni þá reka 30 flugvéla flota.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim