Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur komist í topp tíu sætin yfir mestu kolefnisútblástursvaldana í Evrópu samkvæmt nýjum tölum ESB, með um helmingsaukningu útblástur á fimm ára tímabili.

Er Ryanair þar með fyrsta fyrirtækið á topp tíu listanum sem ekki er kolaorkuver, en öll hin níu nýta kol til raforkuframleiðslu.

Tilkynnti félagið, sem flytur um 130 milljónir farþega á ári, um 9,9 megatonna framleiðslu af gróðurhúsagastegundum á síðasta ári. Það er viðbót um 6,9% frá árinu 2017, og 49% aukning á síðustu fimm árum

Andrew Murphy, framkvæmdastjóri loftferðamála hjá EFTE, stofnun ESB sem sér um umhverfismál og samgöngur segir að fyrir loftslagið sé Ryanair nýju kolin, að því er The Guardian greinir frá.

Forstjóri Ryanair, Michael O´Leary hafnaði hins vegar áhyggjum af loftslagsbreytingum í viðtali fyrir tveimur árum, og sagði þau algert bull. Er flugfélag hans í 10. sæti yfir verstu einstöku útblástursvaldana, en í fyrsta sæti er kolaorkuverið Belchatów í Póllandi.