Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur kynnt nýja þjónustu, viðskiptafarrými fyrir viðskiptavini sína sem liður í að bæta ímynd félagsins.

Fosvarsmenn flugfélagsins segja að nýju „business plus" fargjöldin bjóði viðskiptavinum sveigjanlegan miða, leyfi þeim að taka með sér meiri farangur, forgang við innritun og betri sæti. Þeir segja að viðskiptafólk sé nú þegar yfir fjórðungur af heildarfarþegum félagsins og að nýju fargjöldin sem kosta frá 55,69 pundum, eða sem nemur tæpum 11 þúsundum íslenskum krónum, séu hönnuð til að fá meira út úr viðskiptum þeirra.

Forsvarsmenn félagsins sögðu í maí að Ryanair hefði ekki fylgst nógu vel með samkeppninni þegar easyJet, samkeppnisaðili flugfélagsins, hóf að bjóða viðskiptafarrými. Í kjölfar þess féll hagnaður Ryanair í fyrsta sinn í fimm ár, á meðan að hagnaður easyJet jókst.