*

föstudagur, 20. október 2017
Erlent 29. júlí 2012 12:56

Ryanair stefnir á danskan markað

Ryanair stefnir á að minnka umsvif sín á Spáni og einbeita sér frekar að Danmörku.

Ritstjórn

Lággjaldaflugfélagið Ryanair mun frá og með haustinu fljúga frá Kaupmannahöfn til þrjátíu og fjögurra borga í Evrópu eins og fram kemur á vefnum túristi.is. Farmiðar til Danmerkur eru með þeim ódýrari sem í boði eru frá Íslandi og því margir sem nýta sér tengiflug þaðan.

Ryanair stefnir á að minnka umsvif sín á Spáni og einbeita sér frekar að dönskum markaði en mikil samkeppni hefur verið á milli lággjaldaflugfélaga á dönskum markaði.

Stikkorð: Ryanair