*

föstudagur, 19. apríl 2019
Erlent 5. febrúar 2018 11:49

Ryanair varar við röskunum á flugi

Flugfélagið telur að deilur við verkalýðsfélög geti valdið röskunum á flugi á næstunni.

Ritstjórn
epa

Lággjaldaflugfélagið Ryanair sem viðurkenndi nýlega rétt verkalýðsfélaga til þess að semja fyrir flugmenn sem fljúga fyrir Ryanair hefur varað við röskunum á flugi að því er BBC greinir frá.

Flugfélagið segist vera tilbúið að búa við raskanir vegna aðgerða verkalýðsfélaga til þess að verja viðskiptalíkan sitt og lág flugfargjöld.

Félagið stefnir jafnframt á að lækka fargjöld um 3% í ár en það átti góðu gengi að fagna í árshlutauppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung síðasta árs þegar hagnaður jókst um 12% og farþegafjöldi um 6%.  

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim