*

föstudagur, 18. janúar 2019
Erlent 27. ágúst 2014 15:32

Ryanair vill kaupa Cyprus Airways

Flugfélagið Cyprus Airways hefur verið að skila tapi undanfarin ár.

Ritstjórn

Lággjaldaflugfélagið Ryanair er komið skrefinu nær því að bjóða flugfélagi Kýpur, Cyprus Airways, yfirtökutilboð. Líklegt þykir að Ryanair muni senda flugfélaginu tilboð í byrjun næsta árs ef ríkisstjórn Kýpur samþykkir leyfi fyrir því.

Forstjóri Ryanair átti fund með meðlimum úr ríkisstjórn Kýpur á föstudaginn, en ríkisstjórnin á 90 prósent hlut í Cyprus Airways. 

Búist er við að forsvarsmenn Ryanair munu senda óbundið tilboð í flugfélagið á næstkomandi föstudag. En nokkrir mánuður þurfa að líða þangað til Ryanair getur boðið bundið tilboð.

Yfir 20 flugfélög hafa sýnt því áhuga að taka yfir rekstur Cyprus Airways sem hefur verið að skila tapi síðastliðin ár. 

Með yfirtökunni myndi farþegar Ryanair nema þremur milljónum á ári. Ryanair hefur einungis staðið að einni yfirtöku áður en þá festi félagið kaup á flugfélaginu Buzz sem rann inn í Ryanair.

Stikkorð: Ryanair Kýpur Cyprus Airways