SABMiller hefur hafnað yfirtökutilboði frá InBev en hafa verið í yfirtökuviðræðum síðustu vikur, en the Wall Street Journal greinir frá þessu í dag.

Tveir stærstu hluthafar SABMiller virðast ekki hafa verið sammála um tilboðið. Altria Group Inc. sem á um 25% hlut í félaginu vildi samþykkja en Santo Dominogo fjölskyldan sem á um 15% tók höndum saman með öðrum hluthöfum sem áttu fulltrúa í stjórn félagsins og felldi tilboðið.

Samkvæmt yfirlýsingu frá InBev bauð fyrirtækið 42,15 bresk pund, rúmlega 8 þúsund krónur, á hvern hlut en InBev hafði áður boðið bæði 38 og 40 pund á hlut.

Ef að sameiningu verður þá er talið að tekjur fyrirtækisins geti verið allt að 64 milljarðar dala, eða rúmlega 8.000 milljarðar króna.