Sádí Arabar lækkuðu í dag verð á olíu. Kemur lækkunin í kjölar lækkunar olíuríkja við Persaflóa í síðasta mánuði.

Ríkisolíufélagið Saudi Aramaco lækkaði listaverð á ljósri Crude olíu um 1,7 dali á tunnuna til afhendingar í Asíu. Þar með er verðið 1,6 dali lægra en listaverð Dúbæja.

Mikil samkeppni er á Asíumarkaði og vilja bæði ríkin halda hlutdeild sinni. Minni vöxtur í Kína hefur valdið enn harðari samkeppni í verðum en áður.

Á sama tíma og ríkin tvö berjast eru Bandaríkjamenn enn að auka olíuframleiðslu sína og líklegt er að olíuverð muni lækka töluvert á mörkuðum á morgun, en Saudi Aramaco lækkaði einnig listaverð sitt til afhendingar í Bandaríkjunum um 30 sent.

Verð Norðursjávarolía var um 48 dalir við lokun markaða á föstudag og WTI hráolíu um 45 dalir.