*

sunnudagur, 24. september 2017
Fólk 25. apríl 2012 09:31

Sædís Íva svæðisstjóri Arion banka á Suðurlandi

Sædís Íva mun bæði vera útibússtjóri Arion banka á Selfossi og svæðisstjóri bankans á Suðurlandi.

Ritstjórn

Sædís Íva Elíasdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Arion banka á Selfossi. Sædis Íva mun jafnframt gegna stöðu svæðisstjóra Arion banka á Suðurlandi, að því er segir í tilkynningu.

Sædís Íva hefur starfað sem framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 2008 og var þar áður í sjálfstæðum atvinnurekstri. Hún gegndi að auki starfi framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélags Suðurlands.

Sædís Íva er rekstrarfræðingur frá Samvinnuháskólanum á Bifröst og er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. Hún er gift Grétari Einarssyni búfræðingi og saman eiga þau þrjú börn.