Svissneski bankinn UBS hyggst leggja megináherslu á að laða til sín „ofurríka“ Bandaríkjamenn í til þess að auka vöxt bankans næstu árum. Samkvæmt frétt Financial Times mun Sergio Ermotti kynna þessar áætlanir bankans á næstkomandi fimmtudag. Er þetta liður í áætlunum bankans til næstu ára.

Samkvæmt Financial Times hyggst UPS ráða til sín tugi af þekktum viðskiptatenglum og ráðgjöfum frá bandarískum samkeppnisaðilum í von um að þeir muni taka viðskiptavini sína með sér. Samkvæmt heimildum FT hafa forsvarsmenn bankans trú á því að geta laðað til sín viðskiptavini frá fjárfestingabönkum á borð við Morgan Stanley, Goldman Sachs og JP Morgan með því að nýta alþjóðleg tengls sín og vöruframboð.

Ákvörðun um nýja stefnu UBS kemur nýju árum eftir að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sektaði bankann um 780 milljónir dollara fyrir að aðstoða bandaríska viðskiptavini við skattaundanskot. Varð sektin til þess að bankinn neyddist til að endurhugsa viðskiptalíkön sín auk þess sem sektin hafði töluverð áhrif á þá bankaleynd sem Sviss hefur verið þekkt fyrir.