*

laugardagur, 26. maí 2018
Fólk 17. febrúar 2017 14:54

Særún Ósk til liðs við Aton

Særún Ósk Pálmadóttir, hefur verið ráðin til ráðgjafafyrirtækisins Aton, en hún hefur starfað fyrir Tempo og Opna háskólann í HR.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Aton hefur ráðið Særúnu Ósk Pálmadóttur til starfa. Særún Ósk er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í almannatengslafræðum frá Háskólanum í Stirling og Háskólanum í Lundi.

Þá er hún einnig með C-vottun í verkefnastjórnun frá IPMA og Opna háskólanum í HR. Særún var sérfræðingur í almannatengslum og samskiptum hjá Tempo sem er dótturfyrirtæki Nýherja en fyrir þann tíma starfaði hún sem verkefnastjóri stjórnenda- og fyrirtækjalausna hjá Opna háskólanum í HR.

Upplýsingar um Aton

Aton veitir ráðgjöf og aðstoð við upplýsingamiðlun, almannatengsl, kynningu, markaðssetningu og stefnumótun," segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

„Aton hefur vinnur fyrir fjölbreytta flóru fyrirtækja, félagasamtaka, opinberra aðila, sveitarfélaga og einstaklinga.“