*

miðvikudagur, 23. janúar 2019
Innlent 6. nóvember 2012 12:49

Sæstrengur Landsvirkjunar kostar yfir 300 milljarða

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir fjárhagslega hagkvæmt að leggja út í risaframkvæmd.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Rannsóknir á lagningu sæstrengs héðan til Evrópu tekur tvö til þrjú ár. Fjögur ár til viðbótar tekur að leggja strenginn. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, sagði í samtali við Ríkisútvarpið (RÚV) í morgun lagningu sæstrengs tæknilega framkvæmanlega og verkið fjárhagslega hagkvæmt. Ef af verður mun Landsvirkjun selja rafmagn um sæstrenginn til meginlands Evrópu. 

Sæstrengur héðan og til Evrópu taldi Ragna geta hugsanlega geta kostað frá einum og hálfum milljarði evra og upp í tvo. Það jafngildir frá rúmum 240 milljörðum evra til rúmra 320 milljarða evra.