Í september fjölgaði farþegum Icelandair um tæp 22%, en farþegar í millilandaflugi í mánuðnum voru 317 þúsund. Framboðsaukningin í september var 17,3% .

Sætanýtingin var 83,1% en var 79,8% í sama mánuði í fyrra. Hún er því 3,3 prósentustigum betri og hefur ekki verið betri frá árinu 2009.

Innanlandsflug, leiguflug og fraktflug gengur vel

Farþegar í inn­an­landsflugi og Græn­lands­flugi voru um 27 þúsund sem er aukn­ing um 3% milli ára. Sæta­nýt­ing var 77,8 % og jókst um 2,7 pró­sentu­stig sam­an­borið við sama mánuð árið á undan.

Seld­ir blokktím­ar í leiguflugi juk­ust um 30% milli ára og frakt­flutn­ing­ar juk­ust um 5%.

Fjöldi seldra gistinótta á hót­el­um Icelandair Group jókst um 8% á milli ára. Her­bergja­nýt­ing var 83,4 pró­sent og var 2,1 pró­sentu­stigi hærri en árið áður