*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 6. nóvember 2018 14:08

Sætanýting WOW air 88% í október

WOW air flutti 331 þúsund farþega til og frá landinu í október eða um 28% fleiri farþega en í október árið 2017.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

WOW air flutti 331 þúsund farþega til og frá landinu í október eða um 28% fleiri farþega en í október árið 2017. Þá var sætanýting WOW air 88% í október í ár sem er nokkru lægra en á sama tímabil í fyrra þegar sætanýtingin var 90%, en aukning á framboðnum sætakílómetrum var 29% á milli ára.

Hlutfall tengifarþega jókst en í ár var hlutfallið 51% í október miðað við 43% á sama tíma í fyrra. Það sem af er ári þá hefur WOW air flutt um 3,1 milljónir farþega.

WOW air flýgur nú til yfir 30 áfangastaða í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Flug til Nýju Delí og Orlando hefst í desember á þessu ári.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim