*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 10. janúar 2019 15:45

Sætanýting Wow lækkaði í desember

Meðalsætanýting hjá WOW air hefur aldrei verið hærri en á síðasta ári. Samdráttur um 7 prósentustig í desember frá fyrra ári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sætanýting WOW air í desember var 81% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 88%. Framboðnum sætiskílómetrum fækkaði um 7% í desember frá því á sama tíma í fyrra.

WOW air flutti 180 þúsund farþega til og frá landinu í desember eða um 16% færri farþega en í desember árið 2017.

Sætanýtingin 90% að meðaltali yfir árið

Árið 2018 í heild flutti WOW air 3,5 milljónir farþega, sem er mesti farþegafjöldi í sögu félagsins, en farþegum fjölgaði um 24% frá árinu áður. Sætanýting WOW air árið 2018 var 90% en var 88% árið 2017. Þá fjölgaði framboðnum sætiskílómetrum um 25% á milli ára.

Í júlí og ágúst ferðust hátt á 900 þúsund gestir með WOW air sem eru fleiri farþegar en allt árið 2015. Á tímabilinu maí til september flugu fleiri með WOW air en allt árið 2016.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim