Sigurður Ingi Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins gagnrýnir hve seint aðgerðir stjórvalda eru kynntar, þó hann segi þær munu hjálpa. En hann segir að ekki sé tekið á hinum raunverulega vanda, birgðasöfnuninni, að því er RÚV greinir frá.

„Við munum ekki sætta okkur við það, ekki Framsóknarmenn, þingið eða þjóðin að það verði hér byggðaröskun og ungt fólk missi jarðir sínar í stórum stíl. Við munum ekki sætta okkur við það. Það gæti þurft að taka á vandanum með kröftugri hætti en að plástra eins og mér finnst ríkisstjórnin vera að gera,“ segir Sigurður Ingi.

„Þessar aðgerðir eru jákvæðar að því leyti að þær munu hjálpa en við þurfum svör við því hvort ráðuneytið hafi greint þennan vanda niður á ákveðna hópa og ákveðna landshluta.“