*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Fólk 5. september 2017 15:29

Sævar Ingi til Stefnis

Sævar Ingi Haraldsson hefur verið ráðinn sem sjóðstjóri í skuldabréfateymi Stefnis, en áður starfaði hann hjá Fossum mörkuðum hf. og Arion banka.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Sævar Ingi Haraldsson hefur verið ráðinn sem sjóðstjóri í skuldabréfateymi Stefnis. Sævar hefur frá árinu 2015 unnið hjá Fossum mörkuðum hf. Áður en Sævar hóf störf hjá Fossum vann hann hjá Arion banka og forverum við markaðsviðskipti, fyrst 2007-2008 og svo aftur 2009-2015.

Sævar er með B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í stærðfræðilegum fjármálum frá Boston University. Hann hefur jafnframt lokið námi í verðbréfaviðskiptum.