*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 8. mars 2017 09:56

SAF: Íslenska ríkið í gullgreftri

„Velta má vöngum um hvort helsti gullgrafari ferðaþjónustunnar sé íslenska ríkið,“ segir meðal annars í frétt frá SAF.

Ritstjórn
Ferðamenn við Dettifoss.
Haraldur Guðjónsson

Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir miklum vonbrigðum með boðaðan niðurskurð í samgögnuáætlun, að því sem kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þar segir að það sé með ólíkendum að þær nauðsynlegu samgönguframkvæmdir sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir sé nú enn og aftur ýtt út af borðinu. Hægt er að lesa gagnrýni SAF hér.

Eitt dæmi er Dettifossvegur. „Þær framkvæmdir hafa ítrekað verið slegnar af á sama tíma og meðaltalsaukning umferðar um svæðið er umtalsvert meiri en gengur og gerist á Íslandi. Þá á dreifing og álagsstýring ferðamanna á svæðinu mikið undir að Dettifossvegur verði greiðfær allan ársins hring,“ er tekið fram. Einnig hefur komið fram gagnrýni frá Húsavíkurstofu þess efnis að nauðsynlegar samgönguframkvæmdir á landsbyggðinni nái ekki fram að ganga í nýlega samþykktri samgönguáætlun Alþingis.

SAF bendir jafnframt á það að gangi áætlanir eftir hvað varðar gjaldeyrissköpun ferðaþjónustunnar á þessu ári má ætla að nýjar tekjur ríkisins af greininni muni nema um 20 milljörðum króna á árinu.„Þannig munu þjónustu- og skatttekjur ríkissjóðs af ferðaþjónustunni í heild sinni fara úr 70 milljörðum í 90 milljarða á þessu ári,“ er tekið fram í tilkynningunni.

Voðinn vís

Samtök ferðaþjónustunnar segir að íslenska þjóðin sé komin með ný verðmæti í hendur, ferðamenn, og þeim verðmætum þarf að sinna að sögn SAF. „Ef þeir komast ekki leiða sinna, ef þeir eru ekki öryggir á vegum okkar um allt land er voðinn vís. Það sama á einnig við um okkur Íslendinga, enda eru öruggar og tryggar samgöngur undirstaða hagsældar okkar allra á sama tíma og þær eru lífæð ferðaþjónustunnar,“ er tekið fram.

Ef miðað er við ætlaðan 30% niðurskurð í fjárfestingum munu útgjöld til samgangna halda áfram að vera í sögulegu lágmarki sem hlutfall af vergri landsframleiðslu að sögn SAF eða um 0,5%, sem er afar lágt að þeirra mati.

Að lokum segir í fréttatilkynningunni: „Velta má vöngum um hvort helsti gullgrafari ferðaþjónustunnar sé íslenska ríkið. Gullgrafari er sá sem ekki horfir til framtíðar, lætur stundargróða ráða för. Sá sem ekki byggir upp innviði og tryggir þannig þau gæði og þann grunn sem nauðsynlegur er til að byggja á til framtíðar, getur ekki vænst verðmætasköpunar þegar fram í sækir. Við skulum ekki gleyma því að verðmætasköpun er grunnur hagsældar og þannig velferðar allra landsmanna“.

Stikkorð: SAF samgöngur ríkið Gullgröftur gagnrýni
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim