*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 27. nóvember 2014 18:24

SAF leggjast gegn hugmyndum náttúrupassa

Samtök ferðaþjónustunnar leggja til náttúrugjald, sem greitt yrði á hverja gistinótt, í stað náttúrupassa.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samtök ferðaþjónustunnar telja hóflegt náttúrugjald, um eina evru, sem ferðamenn greiða á hverja gistinótt skilvirka leið við gjaldtöku sem rýri á engan hátt ásýnd náttúrunnar. Kemur þetta fram í ályktun SAF, sem send var út í dag. Segir þar að hugmyndin um náttúrupassa sé ekki sú leið sem félagsmenn samtakanna telji vænlegasta til árangurs.

Segir í ályktun SAF að sú leið, sem samtökin mæla fyrir, sé þekkt um allan heim ásamt því að byggja ofan á þá gjaldtöku sem tíðkast hefur hér á landi undanfarin ár. Leiðin sé því einnig vel fær og einföld í allri útfærslu. Þá telja samtökin að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða sé best til þess fallinn að stuðla að nauðsynlegri uppbyggingu fjölfarinna áfangastaða ferðamanna.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim