*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 31. mars 2017 07:59

SAF: „Reiðarslag fyrir ferðaþjónustu“

Samtök ferðaþjónustunnar skoraði á ríkisstjórnina að hætta við áform um hækkun virðisaukaskatts á íslenska ferðaþjónustu.

Ritstjórn
Grímur Sæmundsen, formaður SAF
Haraldur Guðjónsson

Samtök ferðaþjónustunnar stóðu í gær fyrir fjölmennum fundi meðal félagsmanna sinna þar sem um var rætt fyrirhugaða hækkun ríkisstjórnarinnar á virðisaukaskatti í ferðaþjónustu.

Á fundinum var ályktun SAF um málið samþykkt. Þar kemur meðal annars fram að ef virðisaukaskattur verði tvöfaldaður eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa boðað mun það að sögn SAF hafa í för með sér grafalvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtæki og starfsfólk í ferðaþjónustu um land allt.

Einnig er tekið fram í ályktuninni að afleiðingarnar verði alvarlegastar fyrir landsbyggðina sem á að sögn SAF. „
Mikil gengisstyrking og kostnaðarhækkanir stefna nú þegar afkomu fyrirtækja í greininni í mikla hættu. Með boðuðum skattahækkunum ríkisstjórnarinnar versnar samkeppnishæfni Íslands til mikilla muna. Ferðaþjónustan er grunnstoð í íslensku atvinnulífi og með óyfirveguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar er vegið að framtíðarmöguleikum greinarinnar og íslensku efnahagslífi,“ segir í ályktuninni.

SAF benda jafnframt á að ferðaþjónusta sé í eðli sínu alþjóðleg atvinnugrein og að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki starfi því í samkeppni við erlenda áfangastaði. SAF segja að þau sem eru með gististaði í efri skattþrepum hafa lotið í lægra haldi við samkeppni við aðra áfangastaði. „Tillögur um hækkun á virðisaukaskatti vega þannig alvarlega að samkeppnishæfni Íslands,“ segir í ályktuninni.

Samtök ferðaþjónustunnar lýsa að lokum yfir miklum vonbrigðum með samráðsleysi stjórnvalda þegar kemur að eins umfangsmiklum breytingum og fyrirhugaðar hækkanir eru. Fjölmennur fundur Samtaka ferðaþjónustunnar skoraði því á ríkisstjórnina að hætta við áform um hækkun virðisaukaskatts á íslenska ferðaþjónustu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim