Fjárfestingasjóðurinn Apollo Global Management vinnur að því að safna fé í milljarðs dollara sjóð til fjármögnunar flugvéla, sem samsvarar ríflega 120 milljörðum króna að því er Bloomberg greinir frá.

Stefnt er að því að flugvélasjóðurinn hefji starfsemi á næsta ári ári. Apollo Global Management er með höfuðstöðvar í New York og einn stærsti framtaksfjárfestir heims með 120 milljarða dollara, um fimmtán þúsund milljarða króna í stýringu.

Þetta er ekki fyrsta sinn sem félagið kemur að fjármögnun flugflota. Félagið reyndi fyrr á þessu ári að fjármagna kaup á flugvélaleigu General Electric sem metin er á allt að 40 milljarða dollara, um 4.900 milljarða króna. Þá stofnaði Apollo flugleigufélagið Merx Aviation Finance sem á minnst 168 flugvélar.