Michael Hickey, framkvæmdastjóri Ryan Air, hefur sagt upp störfum eftir að flugfélagið felldi niður 20 þúsund fyrirhugaðar flugferðir. BBC greinir frá.

Flugin voru felld niður eftir mistök við uppröðun á flugáætlun flugmanna sem tóku ekki nægjanlegt tillit til nýrra reglna um skráningu flugtíma.

Mistök Ryanair munu hafa áhrif á ferðir yfir 700 þúsund farþega.