*

föstudagur, 24. maí 2019
Erlent 7. maí 2019 15:48

Saka He um að ganga á bak orða sinna

Fulltrúar ríkisstjórnar Trump hafa sakað kínverja um að standa ekki við skuldbindingar í viðskiptafrelsismálum.

Ritstjórn
Liu He, varaforseti Kína, hyggst standa við áform um viðræður í viðskiptafrelsismálum í Bandaríkjunum þrátt fyrir aðdróttanir bandarískra embættismanna, en mæta fáliðaðri og stoppa styttra en áður stóð til.
vb.is

Háttsettir bandarískir embættismenn hafa ásakað Kínverja um að ganga á bak orða sinna í viðræðum um afléttingu tolla milli þessara tveggja stærstu hagkerfa heims. Til stendur að nýir tollar verði lagðir á innflutning frá Kína vegna málsins. Financial Times segir frá.

Til stóð að fjölmenn kínversk sendinefnd kæmi til Bandaríkjanna í nokkra daga til að taka þátt í umfangsmiklum viðræðum um tollamál. Þrátt fyrir mikla gagnrýni bandarískra yfirvalda á sendinefnd Kína hefur fundurinn hinsvegar ekki verið sleginn af, heldur mun varaforseti Kína, Liu He, lenda í höfuðborg Bandaríkjanna á fimmtudag og eiga þar styttri viðræður en til stóð.

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Steven Mnuchin, og viðskiptaráðherra, Robert Lighthizer, sögðu á blaðamannafundi í gær að til skoðunar væri að hækka tolla á 200 milljarða dollara virði af innflutningi frá Kína vegna þess að kínverska sendinefndin stæði ekki við skuldbindingar sínar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði áður hótað auknum tollaálögum á kínverskan innflutning í aðdraganda viðræðanna.

Stikkorð: Steven Mnuchin Liu He
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim