Kevin Stanford og Karen Millen saka fyrrum stjórnendur Kaupþings um að hafa stolið frá íslensku þjóðinni í opnu bréfi á Kjarnanum.

Hjónin voru stórir viðskiptavinir Kaupþings áður en bankinn féll. Þau segja tilefni bréfsins nú að Kaupþing eigi í dómsmáli við þau þar sem farið er fram á 200 milljónir punda auk dráttarvaxta vegna lánveitngar til hlutabréfakaupa í Kaupþingi þann 19. ágúst 2008. Í bréfinu segir að Kaupþing hafi keypt 17,3 milljónum hluta í Kaupþingi í nafni Kevin Stanford án hans samþykkis. Hann hafi átt í erfiðleikum með að fá upplýsingar frá Kaupþingi um eignasafn hans hans stæði á vikunum áður en bankinn féll.

Þá segja hjónin að Kaupþingsmenn hafi nýtt 171 milljón evra, af 500 milljón evra neyðarláni ríkisins til Kaupþings, daginn sem neyðarlögin voru sett, þann 6. október, til þess að gera upp skuldir Kaupþings í Lúxemborg við félagið Lindsor Holdings Corporation. Markmið viðskiptanna hafi verið að kaupa Kaupþing í Lúxemborg. Þjóðin hafi aldrei fengið þessa 171 milljón evra til baka.