Fyrrum starfsmenn Royal bank of Scotland hafa komið fram með uppljóstranir sem styðja við ásakanir um að bankinn hafi falsað eða haft áhrif á skýrslur.

Bankinn hefur neitað ásökunum um falsanir á skjölum, en Mark Wright sem starfaði fyrir NatWest bankann frá árinu 1988 til ársins 2000 þegar hann var tekinn yfir af RBS kom fyrst fram með ásakanirnar árið 2005. BBC fjallar ítarlega um málið í frétt .

Falsanir á vegum starfsmanna eftirlitsdeildar bankans

Snúast þær um að tveir starfsmenn frá eftirlitsdeild innan bankans hafi búið til gervikvartanir frá fimm viðskiptavinum hans, en síðar sendu viðskiptavinirnir frá sér yfirlýsingar sem stönguðust á við kvartanirnar. Í kjölfarið létu starfsmennirnir tveir af störfum fyrir bankann.

Í kjölfarið fór hann að gruna að um kerfislægt vandamál væri að ræða hjá bankanum.

„Mig grunaði að misferli ætti sér stað allt frá 2005 til 2012," sagði hann, en hann sagði að frami sinn innan bankans hefði hlotið skaða af vegna aðgerða sinna. Hætti hann meðal annars að fá bónusa og lét hann loks af störfum árið 2013.

Málsókn í tíu liðum

Nú ætla að minnsta kosti 300 fyrirtæki að fara í mál við bankann, en RGL managament group leiðir málsóknina, sem byggir á tíu mismunandi liðum, þar á meðal fölsunum á skjölum.

„Í flestum tilvikum var lokaniðurstaðan sú að bankarnir leiddu til algers hruns viðskipta og lífs fólksins. Þetta fólk var eyðilagt fjárhagslega og andlega viljandi. Einu mistök þeirra voru að treysta bankanum sem þeir héldu að myndu hjálpa þeim að ná árangri," sagði James Hayward, framkvæmdastjóri RGL í frétt BBC um málið.

Hann sagðist hafa séð sannanir fyrir fölsunum á skjölum á vegum bankans.