Sjö Tyrkneskir bankar hafa lækkað vexti á húsnæðislán, en Erdogan hefur sakað alla banka sem veita vaxtalækkunum viðnám um landráð. Þessar umdeildu yfirlýsingar eru einar þær hörðustu sem hafa komið frá forsetanum, en hann hefur lengi vel þrýst á seðlabanka þjóðarinnar að lækka stýrivexti.

Stærstu lánastofnanir landsins - Aranti, Akbank og Isbank - hafa ekki gert vaxtalækkanir opinberar. Aftur á móti eru það TC Ziraat Bankasi AS, Turkiye Halk Bankasi AS, Turkiye Vakiflar Bankasi TAO, Denizbank, TEB, Sekerbank og Kuveyt Turk, sem hafa ráðist í þessar vaxtalækkanir.

Vextir á húsnæðislán hafa verið um 13,72%, Erdogan vill sjá þá lækka niður í 9%. Eftirfarandi vaxtalækkanir gætu neytt Tyrkneska banka til þess að skera verulega niður. Stýrivextir í landinu eru 7,50% og verðbólga nemur tæpum 8,79%. Seðlabankinn hefur ekki viljað ráðast í frekari vaxtalækkanir, en bindiskyldan hefur verið minnkuð verulega.

Nýju vextir bankanna sjö, eru um 11,5% á ársgrundvelli.