Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sakar Sigríðí Á. Andersen dómsmálaráðherra um leyndarhyggju þegar hún lét Bjarna Benediktsson forsætisráðherra vita af því í júlí að faðir hans hafi verið einn þeirra sem skrifuðu upp á umsókn dæmds manns um uppreista æru.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun fékk Óttar Proppé, umhverfisráðherra, og formaður flokks Bjartar, Bjartrar framtíðar að vita af uppáskriftinni fyrr í vikunni. Björt segir þó að trúnaðarbrestur hafi komið upp í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn því flokknum hafi ekki verið treyst fyrir upplýsingum sem skiptu sköpum í þeirri atburðarrás sem hún segir hafi leitt ríkisstjórnina á endastöð.

Þetta kom fram í morgunútvarpi RÚV að því er Kjarninn segir frá, þar sem hún segir að það hafi komið á óvart að dómsmálaráðherra lét forsætisráðherra vita af uppáskriftinni og sagði hún það ekki teljast samræmast góðri stjórnsýslu. Innan Bjartrar framtíðar sé það ekki samþykkt.

Segir hún að viðhafin hafi verið leyndarhyggja með því að dómsmálaráðherra hafi sagt föður sínum frá og telji hún því eðlilegt að boða til kosninga eins og mál standi nú. Viðreisn hinn samstarfsflokkurinn í ríkisstjórninni hefur einnig sent frá sér tilkynningu um að eðlilegt sé að boða til kosninga nú.