*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 26. maí 2018 18:37

Sakarefni Eimskip komið fram

Eimskipafélag Íslands hefur fengið afhent gögn Héraðssaksóknara vegna rannsóknar á mögulegu samkeppnisbroti.

Ritstjórn
Gígja Einarsdóttir

Embætti Héraðssaksóknara hefur afhent sakborningum rannsóknargögn um meint brot Eimskipafélagsins og Samskipa á samkeppnislögum.Samkvæmt gögnunum eiga félögin að hafa takmarkað flutningsframboð og að þau hafi skipt á milli sín viðskiptavinum.

Er þetta sagt hafa verið skilningur á milli fyrirtækjanna, en einnig er skoðað hvort stjórnarmenn hafi komið að ákvörðun um að svona yrði þetta. Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um hafa forsvarsmenn félaganna verið kallaðir í skýrslutökur vegna málsins, sem rekja má allt aftur til ársins 2013.

Hefur Samkeppniseftirlitið synjað Eimskip um aðgang að gögnum málsins allt frá því í september það ár. Í tilkynningu um málið segist Eimskipafélagið nú loks hafi félagið fengið upplýsingar um meginsakarefni málsins og lögmenn félagsins fari nú yfir það.

Telja málið ekki fullrannsakað á fimm árum

Telur félagið að málið sé ekki enn fullrannsakað hjá Samkeppniseftirlitinu, því ekki hafi enn borist andmælaskjal til félagsins og staðfestir Héraðssaksóknari að enn sé verið að vinna í málinu.

Með þeim upplýsingum sem nú bárust félaginu í hendur hafi að sögn félagsins loksins fengist upplýsingar um meginsakarefni málsins, sem snúi að 10. grein samkeppnislaga, það er í þeim hluta málsins sem snúi að Héraðssaksóknara.

Í kærum Samkeppniseftirlitsins til embættis Héraðssaksóknara, kemur fram að megin sakarefnið felist í eftirfarandi atriðum á tímabilinu 2008-2013:

„Til rannsóknar er ætlað ólögmætt samráð Eimskips og Samskipa, sbr. 10. gr. samkeppnislaga og 53. gr. EES-samningsins.  Samráðið er m.a. talið felast í því að sameiginlegur skilningur hafi náðst milli Samskipa og Eimskips um að takmarka flutningaframboð sitt og félögin hafi skipt á milli sín viðskiptavinum með því að gera ekki atlögu að stórum viðskiptavinum hvors annars.

Í þessum tilgangi eða af þessu leiddi að komið var á og viðhaldið ástandi (friður) á flutningamarkaðnum þar sem forsendum virkrar samkeppni var raskað og fyrirtækjum gert kleyft að hækka verð til viðskiptavina.  Einnig eru vísbendingar að um hafi verið að ræða beint verðsamráð og ólögmæta upplýsingagjöf milli hinna grunuðu fyrirtækja.

Til rannsóknar er hvort tilteknir stjórnendur Eimskips og Samskipa hafi framkvæmt hvatt til eða látið framkvæma umrætt ætlað samráð Eimskips og Samskipa og þannig brotið gegn 41. gr. a samkeppnislaga, sbr. 1. mgr. 42. gr laganna.“  (bein tilvitnun í kæru Samkeppniseftirlitsins).

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim