Adele, Fifa 16 og Paddington komu breskum smásölum í afþreyingargeiranum í Bretlandi til bjargar á nýliðnu ári ef marka má nýjustu tölur um sölu á tónlist, tölvuleikjum og kvikmyndum þar á landi. Þar kemur fram að sala á slikum vörum jókst um 5,6% frá fyrra ári í 6,1 milljarð Breskra punda eða um 1.160 milljörðum íslenskra króna. Sala á tónlist, tölvuleikjum og kvikmyndum hefur ekki verið meiri þar á landi síðan árið 2004.

Breska söngkonan Adele reið á vaðið með plötu sinni 25 sem seldist í 2,6 milljónum eintaka í Bretlandi á aðeins sex vikum. Þar á eftir kemur fótboltatölvuleikurinn vinsæli FIFA 16 sem seldist í um 2,5 milljónum eintaka á árinu.

Á meðal vinsælla kvikmynd á árinu má nefna Paddington, Jurassic World og The Hobbit: Battle of the Five Armies.

Nánar er fjallað um málið á vef Guardian .