*

laugardagur, 20. apríl 2019
Erlent 22. júlí 2016 12:43

Sala Apple Watch hríð fellur

Apple hefur gengið illa að koma Apple Watch til neytenda. Samsung hefur aftur á móti verið að sækja í sig veðrið.

Ritstjórn
Sala á Apple Watch gengur illa

Sala á Apple Watch snjallúrunum hefur fallið um 55% frá því að úrið kom fyrst á markað árið 2015. Þetta kemur fram á vef CNN Money.

Tölvurisinn seldi 3,6 milljón úr á fyrstu þremur mánuðunum eftir útgáfu. Salan féll hins vegar fljótlega niður í 1,6 milljón eintök og það þrátt fyrir verulegar verðlækkanir á úrinu.

Líklegt er að framleiðandinn uppfæri stýrikerfi úranna  í haust, og er þá óskandi að félagið nái að snúa þessari neikvæðu þróun við. Keppinautar Apple, hafa einnig gefið út snjallúr. Sala Samsung, Lenovo og LG hefur hins vegar aukist.

Stikkorð: Apple Tækni Watch
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim