HB Grandi seldi sjávarafurðir fyrir 27 milljarða króna árið 2016.

Árið 2006 var stofnað markaðssvið innan HB Granda en fram að því höfðu afurðirnar verið seldar í gegnum innlenda milliliði. Upp úr því hófst markviss uppbygging markaðssviðsins og eru þar nú starfandi 15 manns.

HB Grandi á náið samstarf í Bretlandi við Warners Fish Merchants Ltd., sem er leiðandi aðili í sölu á sjófrystum flökum þar í landi. Um 11 þúsund fish & chips staðir eru í Bretlandi og Warners sér hluta þeirra fyrir afurðum sem koma frá HB Granda. Warners keypti tæp 3.000 tonn af sjófrystum flökum af HB Granda árið 2016.

Sjá nánar í Útflutninginum, aukablaði Fiskifrétta.