Skrifað verður undir kaupsamning á stórum hluta hlutafjár í Ölgerð Egils Skallagrímssonar á næstunni, en heimildir Viðskiptablaðsins herma að það verði gert eftir um það bil tvær vikur. Einungis sé eftir að ganga frá formsatriðum og skjalagerð.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að í raun hafi verið búið að ná samkomulagi um kaupin fyrr í sumar, en dregist hafi að ganga frá þeim. Bæði hafi sumarfrí sett strik í reikninginn, en þá hafi líka orðið breytingar á því hversu stóran hlut ætti að selja. Alltaf hafi staðið til að Auður I myndi selja allan sinn hlut, en að stjórnendur Ölgerðarinnar myndu halda eftir hluta af sínum hlutabréfum.

Þessi hlutur, sem stjórnendurnir ætla að halda eftir, mun hins vegar hafa aukist þegar farið var í viðræður við fjárfestahópinn. Því hafi þurft að hliðra til í fjárfestahópnum, þ.e. gera breytingar á því hversu stór hlutur myndi renna til hvers meðlims hans.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .