Kaup Pt Capital Advisors á 50% eignarhlut á íslenska fjarskiptafyrirtækinu Nova eru gengin í gegn. Pt Capital Advisors mun nú eiga hlutinn á móti Novator, fjárfestingafélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, og stjórnendum félagsins, Liv Bergþórsdóttur og forstöðumanni tæknisviðs, Jóakim Reynisson. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu PT Capital.

Kaupverðið er ekki gefið upp  í tilkynningunni. Skipuð hefur verið ný stjórn Nova. Í október 2016 náðist samkomulag um kaupin á Nova, ári síðar var ákveðið að Novator og stjórnendur Nova myndu halda 50% eignarhlut.