Viðræður um útfærslu SALEK samkomulagsins á samtaka á vinnumarkaði hafa gengið ágætlega fyrir utan vaxandi áhyggjur af því að ríkisstórnin standi ekki við sinn hlut í samkomulaginu. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um málið.

Þar segir að í viðræðum ASÍ og SA sé unnið að gerð kjarasamnings um breytingar á gildandi samningum og aðlögun forsenduákvæða að SALEK-samkomulaginu og á endurskoðun samninga að vera lokið fyrir 1. febrúar. Tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir aðra umræðu á Alþingi eru sagðar vera tilbúnar en ekki virðist vera gert ráð fyrir aðgerðum til að greiða fyrir SALEK-viðræðunum í þeim. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti 2. umræða um fjárlögin að hefjast síðastliðinn fimmtudag.