*

þriðjudagur, 26. mars 2019
Innlent 19. september 2018 16:30

Sambíóin hagnast um 23 milljónir

Sam-félagið sem sér um rekstur Sambíó kvikmyndahúss hagnaðist um 23 milljónir á síðasta ári samanborið við 38,7 milljónir árið á undan.

Ritstjórn
Gígja Einarsdóttir

Sam-félagið sem sér um rekstur Sambíó kvikmyndahúss hagnaðist um 23 milljónir á síðasta ári samanborið við 38,7 milljónir árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. 

Rekstartekjur félagsins á síðasta ári námu rétt um 1,47 milljörðum króna samanborið við 1,57 milljörðum árið þar á undan. Rekstargjöldin námu 1,4 milljörðum króna samanborið við 1,5 milljarða króna árið þar á undan. 

Heildareignir félagsins námu 330 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 350 milljónir króna árið 2016. Eigið fé félagsins var neikvætt um 8,2 milljónir síðustu áramót.

Samfélagið ehf. rekur kvikmyndahús í Reykjavík, Keflavík og á Akureyri. Ekki verður greiddur út arður á þessu ári vegna rekstarársins 2017 þar sem félagið uppfyllir ekki skilyrði laga um greiðslu arðs. 

Framkvæmdastjóri félagsins er Björn Ásberg Árnason.

Stikkorð: Uppgjör Sambíó