*

miðvikudagur, 23. janúar 2019
Innlent 17. mars 2018 10:02

Samdráttur hjá Sollu

Hagnaður Himneskt ehf. dróst saman um tæplega 30 milljónir króna milli ára.

Ritstjórn
Sólveig Eiríksdóttir heilsufrömuður, betur þekkt sem Solla á Gló.

Himneskt ehf., sem framleiðir og selur heilsuvörur, hagnaðist um rúmlega 182 þúsund krónur á síðasta ári. Árið áður nam hagnaðurinn tæplega 30 milljónum króna.

Velta fyrirtækisins nam 20 milljónum en var 32,8 milljónir árið áður. Tap var af rekstri félagsins án fjármagnsliða að fjárhæð 28,9 milljónir sem jókst um yfir 20 milljónir milli ára. Húsnæðiskostnaður félagsins jókst úr 2,1 milljón í 9 milljónir milli ára, einkum vegna viðhaldskostnaðar í tengslum við mygluviðgerðir. 

Eignir námu 209,6 milljónum í lok árs og var eigið fé 150,2 milljónir. Lagt er til að hagnaður ársins verði færður í óráðstafað eigið fé. Himneskt er í eigu Sólveigar Eiríksdóttur, athafnakonu og Elíasar Guðmundssonar. 

Stikkorð: Gló Solla uppgjör Himneskt