*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 23. júní 2018 18:11

Niðurskurður hjá Tesla

Tesla hyggst loka um tylft sólarsellustarfsstöðva og fækka starfsfólki um allt að 9%.

Ritstjórn
Elon Musk, stofnandi Tesla.
vb.is

Rafbílaframleiðandinn Tesla hyggst loka um tylft sólarsellustarfsstöðva og fækka starfsfólki um allt að 9% að því er Reuters greinir frá. Tesla keypti fyrirtækið SolarCity fyrir tveimur árum á 2,6 milljarða dollara í nokkuð umdeildum kaupum. Heimildir Tesla herma að slíta eigi samstarfssamning við Home Depot, sem skili um helmingi tekna Tesla af sólarsellum.

Kaup Tesla á Solar City fóru fyrir brjóstið á fjölda hluthafa í Tesla. Musk var stjórnarformaður SolarCity, sem stofnað var af tveimur frændum Musk. Margir fjárfestar töldu Musk vera að nota Tesla til að bjarga SolarCity, sem skorti sárlega lausafé á þeim tíma.

Gengið hefur hratt á lausafé Tesla að undanförnu sem reynir því að draga úr kostnaði en brösulega hefur gengið að ná framleiðslumarkmiði um 5.000 Model 3 bifreiðar á viku.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim